Grænadyngja
Grænadyngja er bratt móbergsfjall vestan við Sog og austan við Trölladyngju. Grænadyngja og Trölladyngja eru af sama meiði. Ungar gossprungur umlykja bæði Trölladyngju og Grænudyngju og háhitasvæði eru þar nálæg. Apalhraun runnu frá gosstöðvum suður til sjávar við Reykjanesbraut, t.d. Afstapahraun.
Skemmtilegar gönguleiðir liggja um fjöllin. Einfaldast er að nálgast þær með því að keyra út af Reykjanesbrautinni um sama afleggjara og að Keili.
Grænadyngja er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.