Garðskagi
Inniheldur; Garður, Garður Lighthouse, Sandgerði, Hvalnes og fleira.
Tími: Skiptir máli hvað stoppað er lengi á hverjum áfangastað. Aðeins keyrslan er metin:
Stutt útgáfa: 30 mínútur
Löng: 1 klst.
Frá Keflavíkurflugvelli er farið veg 45 í átt að þorpinu Garður (á fjórhjóladrifnum bíl er hægt að fylgja gömlum slóða með ströndinni.
1) Það eru gamlir slóðar að gömlum fiskirekkum sem enn eru notaðir til að þurrka fisk. Þegar komið er inní þorpið er þar minnisvarði um látna sjómenn. Táknar konu sem býður eftir eiginmanninum að snúa aftur með fisk dagsins.
2) Garðskirkja er vígð 1863 og við hlið hennar er fyrrum prestabústaður er núna námssetur fyrir presti og upplýsingamiðstöð. Slóði hliðinná kirkjunni liggur niður meðfram ströndinni þar sem hægt er að sjá sjávarfugla í þeirra náttúrulegu hýbílum.
3) Garðskagi: Frábær staður til fuglaskoðunnar.Þar eru tveir vitar með frábæru útsýni. Hvít strönd þar sem yfir sumartíman er hægt að spila strandblak.
Byggðasafnið á Garðskaga hefur einstakt samt af gömlum vélum og þar er kaffitería úti með góðu útsýni yfir ströndina svo of má sjá seli og hvali. Þar er líka handverkssala í gamla vitavarðarhúsinu og rólegt tjaldsvæði með salernisaðstöðu.
Við hliðinná Garðskagavita er Skagagarðurinn, hlaðinn veggur en tilgangurinn var að skilja búfénað frá bæjunum Kirkjuból og Útskála.
4) Fimm mínútna akstur er til sjávarþorpsins Sandgerði en þar er að finna Þekkingarsetur Suðurnesja.
Við mælum með alvöru sjávarréttaveislu á Vitanum sem er rótgróin veitingastaður við höfnina.
Frábært tjaldsvæði.
Frá Sangerði er hægt að fara aftur til Kelfavíkur um Sandgerðsveg (429).
En ef meiri tími gefst til er hægt að halda áfram eftir vegi 45.
5) Næsta stopp er Hvalsnes. Þar er falleg kirkja vígð um 1887. Okkar þekkta skáld, Hallgrímur Pétursson var þar klerkur um miðja 17 öld.
6) Á Stafnesi stendur afskaplega fallegur viti.
7) Básendar var mikilvæg sjávarhöfn á 17 og 18 öld þangað til bærinn eyðilagðist í stormi árið 1799.
8) Gálgar - Aftökustaður þar sem þrælar voru hengdir.
Aftur til Keflavíkur á vegi 44
Gott ráð: Í Sandgerði, Garði og Reykjanesbæ eru mjög góðar almenningssundlaugar en þar er tilvalið að slaka á eftir eða á meðan ferðinni stendur.
Vonum að þið hafið haft að gott á Reykjanesinu og munið að merkja myndirnar ykkar #Reykjanes