Arnarsetur
Arnarsetur einkennist af stuttri gossprungu sem samanstendur af gjall- og klepragígum. Sprungan myndaðist á seinni hluta rek- og goshrinunnar Reykjaneselda á árabilinu 1210 til 1240 og er um tveggja kílómetra löng. Hraunið frá henni þekur um 20 ferkílómetra svæði, er stórskorið og í því leynast hraunhellar og ýmis ummerki um mannvistir. Svæðið dregur nafn sitt af arnarpari sem verpti þar áður fyrr.
Arnarsetur er rétt austan vegarins til Grindavíkur (43) suður af Vogastapa. Hægt er að keyra að því frá Grindavíkurvegi, um miðja leið frá Reykjanesbraut til Grindavíkur.