Staður
Eyðibýli skammt utan við kaupstaðinn í Grindavík. Prestssetur og kirkjustaður frá fornu fari og allt fram á síðustu öld. Þar var kirkja helguð með guði Maríu guðsmóður, Jóhannesi postula, heilögum Stefáni, Ólafi konungi, Blasíusi biskupi, Þorláki biskupi og heilagri Katrínu mey. Staðarkirkja var flutt inn í Járngerðarstaðahverfi árið 1909 og nefnd Grindavíkurkirkja. Þar er kirkjugarður Grindvíkinga. Sr. Oddur V. Gíslason(1836-1911) þjónaði sem prestur þar á miðju 19.öld og er minnisvarði um hann í krikjugarðinum.