Minnismerki um Jón Þorkelsson
Minnisvarði um Jón Þorkelsson eftir Ríkharð Jónsson stendur við Innri-Njarðvíkurkirkju. Verkið er eitt af stærstu verkum Ríkharðs og var það afhjúpað í maí 1965. Verkið sýni Jón Þorkelsson sitjandi með bók í hönd og tvo börn sitja andspænis honum og horfa upp til hans.
Jón Thorkellius eins og hann var kallaður, fæddist í Innri-Njarðvík 1697 og dó í Kaupmannahöfn 1759. Jón var mikill lærdómsmaður og barðist fyrir endurbótum í fræðslumálum á Íslandi. Hann arfleiddi fátæk skólabörn í, Kjalarnesþingi, að öllum eigum sínum.
Hann skildi einnig eftir sig mikinn sjóð sem nýttur var til að stofnun barnaskóla Álftanesi fyrir öll börn, einnig var fyrsti skólinn í Reykjavíkur styrktur með sjóðnum sem og að styrkir til skólahalds voru víða veittir.
Á sama stað er einnig að finna Minnismerki um Sveinbjörn Egilsson, fyrsta rektor Lærða skólans.