Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Junkaragerði

Bær í Höfnum, skammt norðan Hafnabergs.  Sagt er að bærinn heiti eftir 12-18 erlendum mönnum sem þar áttu að hafa búið kallaðir voru junkarar.  Vour þeir taldir ölkærir, karlmenni mikil en óeirðarmenn um kvennafar.  Vildu landsmenn koma þeim af höndum sér og nótt eina söguðu þeir næstur sundur nefjur (ræðin) á hástokkum báts þeirra.  Reru junkarar svo fyrir dag en er líða tók á morgun gerði hvassan vind og hrukku nefjurnar í sundur.  En ekki náðist tilætlaður árangur því að junkarar reru við hné sér og björguðu sér þannig í land.  Næst leystu menn skautana af árunum, söguðu þeir meir en til miðs og negldu skautana aftur svo að ekki sáust verksummerki.  Nokkru síðar reru junkarar, gerði þá andvirði mikið og brotnuðu árarnar hver af annari.  Spurðist ekki til þeirra síðan.
Junkaragerði

Junkaragerði

Bær í Höfnum, skammt norðan Hafnabergs.  Sagt er að bærinn heiti eftir 12-18 erlendum mönnum sem þar áttu að hafa búið kallaðir voru junkarar.  Vour þ

Kalmanstjörn

Eyðibýli í Höfnum, fyrrum höfuðból,  Suður af Kalmanstjörn eru leifar byggðar fyrr á öldum.  Þar var Kirkjuhöfn, stórbýli áður fyrr.  Herma munnmæli a
Pláneturnar á Reykjanesi

Pláneturnar á Reykjanesi

Hluti af sýningu Hitaveitu Suðurnesja Orkuverið jörð sem var opnuð 2008 sýnir plánetur sólkerfisins. Eftirlíkingum af plánetum sólkerfisins hefur veri
Kirkjuvogur

Kirkjuvogur

Fyrrum stórbýli í Höfnum, útkirkjustaður í Grindavíkurprestkalli frá 1907 en var áður alllengi þjónað frá Útskálum.  Enn fyrr var Kirkjuvogi þjónað fr
Hafnir

Hafnir

Hafnir er annað landstærsta sveitarfélagið á Reykjanesi og tekur nafn sitt af tveimum fyrrum stórbýlum Sandhöfn og Kirkjuhöfn sem nú eru í eyði. Í Höf
Hafnaberg

Hafnaberg

Hafnaberg eru há og löng sjávarbjörg, að mestu úr hraunlögum, sunnan við gömlu verstöðina Hafnir. Nokkrar tegundir sjávarfugla verpa í þverhnípinu. Me
Ósar

Ósar

Vík við Hafnir sem varð til vegna landsig. Ósar er þekkt náttúruverndarsvæði þar sem er fjölskrúðugt lífríki fjörunnar og mikið fuglalíf.
Brúin milli heimsálfa

Brúin milli heimsálfa

Brú á Reykjanesi á plötuskilum milli Evrópu og Ameríku.  Samkvæmt jarðfræðikenningum þá þrýstast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum
Þórshöfn

Þórshöfn

Á 19. öld fóru skip að koma til Þórshafnar á ný.  Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn
Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík

Stór- og Litla- Sandvík eða Sandvíkur, sunnan Hafnabergs á Reykjanesi.  Þar er vinsæll áningarstaður ferðafólks á leið um utanvert Reykjanes. Sandfjar