Hrafna-Flóki
Stytta af landnámsmanninum Hrafna-Flóka eftir Mark J. Ebbert stendur við Víkingaheima. Styttan er höggvin úr marmara og var gjöf Varnarliðsins til íslensku þjóðarinnar í tilefni að hálfrar aldar afmæli lýðveldisins. Styttan var upphaflega vígð 1994 á sérstökum trjáræktardegi varnarliðsins fyrir framan gömlu flugstöðina á Keflavíkurvelli en var færð að Víkingaheimum árið 2010. Listamaðurinn Mark bjó á Íslandi um skeið ásamt konu sinni sem starfaði sem sjóliðsforingi hjá varnarliðinu.
Hrafna-Flóki Vilgerðarson kemur fyrir í Landnámu. Hann var norskur víkingur sem sigldi vestur í leit að nýju landi. Hann kom til Íslands áður en land byggðist ásamt nokkrum mönnum og þremur hröfnum sínum. Þeir stoppuðu um tíma en héldu aftur til Noregs.
Um Hrafna-Flóka má lesa nánar hér: https://is.wikipedia.org/wiki/Hrafna-Flóki_Vilgerðarson