Fagradalsfjall
Hæsta fjall á Reykjanesskaga eða um 385(m.y.s). Eldgos hófst í Geldingardal handan Fagradalsfjalls í mars 2021.
Það liggur aflangt frá austri til vesturs og er í raun lítil háslétta, með nokkrum hnjúkum, einkum að vestanverðu, móbergsstapi. Fjallið hefur orðið til við gos undir jökli á síðustu ísöld sem stóð yfir í 100.000 ár.
Á Fagradalsfjalli fórst í flugslysi í síðari heimsstyrjöldinni, Frank M. Andrews, yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna á Norður-Atlantshafssvæðinu, ásamt fleiri háttsettum foringjum. Voru þeir að koma vestan frá Ameríku til lendingar á Keflavíkurflugvelli, en flugvélin hefur sennilega flogið of lágt. Aðeins einn maður komst lífs af úr þessu flugslysi og beið hann björgunar á annan sólarhring.
Staðsetning: Í Reykjanesfjallgarðinum á miðjum Reykjanesskaga í NA af Grindavík.
