Katlahraun
Katlahraun rann í sjó fram fyrir um 2.000 árum og hlóðst upp við ströndina vegna fyrirstöðu. Stór, hringlaga hrauntjörn myndaðist en tæmdist eftir að hlutar hennar höfðu storknað. Eftir standa margvíslegar, fallegar og óvenjulegar hraunmyndanir.
Staðsetning: Katlahraun er vestan Selatanga og liggur vegur fyrir fjórhjóladrifnabíla að Ketli og Selatöngum.
Katlahraun er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.