Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Námskeið í efnisgerð

Markaðsstofa Reykjaness í samstarfi við Digido býður uppá námskeið í efnisgerð fyrir vefi og leitarvélabestun.

Viltu bæta færni þína í efnisgerð og ná betri árangri á netinu? Þetta námskeið er hannað fyrir þá sem vilja skapa markvisst og áhrifaríkt efni sem bæði laðar að lesendur og eykur sýnileika í leitarvélum. Námskeiðið kennir Arnar Gísli Hinriksson frá Digido en það fer fram á miðvikudag 19. febrúar kl. 9:00 á Marriott Courtyard Reykjanesbæ.

Þátttakendur fá meðal annars:

  • Innsýn í að skrifa grípandi, skýrt og skipulagt efni sem hentar bæði lesendum og leitarvélar.
  • Verkfæri og hugmyndir til að þróa innihald sem skilar árangri.
  • Betri skilning á markhópinn og læra hvernig hægt er að tala við hann með skýrum og jafnvel skemmtilegum eða áhugaverðum hætti.

Námskeiðið veitir hagnýta þekkingu sem hjálpar til við að styrkja vefsíðu fyrirtækisins, bæta stafræna markaðssetningu og tryggja að efnið skili sér til réttra aðila.

Ekki láta þetta framhjá þér fara og skráðu þig í dag - https://www.visitreykjanes.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-i-markadsstofu-reykjaness-1