Kynningarfundur Íslandsstofu - Markaðssamtal ferðaþjónustunnar
Gögn frá kynningarfundi - Markaðssamtal ferðaþjónustunnar
Hér er tengill á glærur frá fundunum: Íslandsstofa - Markaðssamtal ferðaþjónustunnar.pdf
Hér er hlekkur á rafrænu kynninguna: Markaðssamtal ferðaþjónustunnar - Upptaka
---
Íslandsstofa stóð fyrir tveimur fundum í janúar með hagaðilum í ferðaþjónustu undir heitinu „Markaðssamtal ferðaþjónustunnar". Sá fyrri fór fram í Grósku þann 14. janúar og var liður í Ferðaþjónustuvikunni en sá síðari á vefnum þann 28. janúar. Báðir fundir voru afar vel sóttir og þökkum við kærlega fyrir þátttökuna.
Á fundunum fór Oddný Arnarsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu yfir helstu verkefni Íslandsstofu og áherslur fyrir árið 2025. Viðburðir á borð við ITB Berlin, WTM London og vinnustofur Visit Iceland í Bandaríkjunum og Expo í Osaka voru áberandi, en að jafnaði stendur Íslandsstofa fyrir þátttöku Íslands í fjölda sýninga og vinnustofa erlendis á sviði ferðaþjónustu. Einnig var farið yfir árlega viðburðinn Vestnorden sem fagnar í ár 40 ára afmæli og verður haldinn á Norðurlandi. Endilega kynnið ykkur viðburðadagatal Visit Iceland fyrir erlenda söluviðburði.
Daníel Oddsson, fagstjóri markaðsverkefna hjá Íslandsstofu kynnti gögn og greiningar sem endurspegla stöðu ferðaþjónustunnar og helstu strauma og stefnur í markaðsmálum fyrir áfangastaðinn. Hann kynnti einnig nýtt markaðsverkefni fyrir neytendur undir heitinu „Ferðaþjónusta til framtíðar," sem hefur það að markmiði að styrkja ímynd Íslands sem sjálfbærs og eftirsóknarverðs áfangastaðar. Verkefnið leggur einnig áherslu á að miðla réttum upplýsingum og viðhalda orðspori landsins. Hægt er að lesa meira um verkefnið hér, en haldnir verða kynningarfundir um verkefnið síðar.
- Sjá nánari upplysingar um fundina í frétt á vef Íslandsstofu: https://www.islandsstofa.is/frettir/jakvaedar-horfur-i-markadassamtali-ferdathjonustunnar
Hér eru einnig hlekkir á annað efni frá Íslandsstofu tengt ferðaþjónustu sem vert er að skoða:
- Visit Iceland vefurinn https://www.visiticeland.com
- Travel Trade vefurinn https://traveltrade.visiticeland.com
- Viðhorfskannanir meðal neytenda erlendis og erlendra ferðasöluaðila https://www.islandsstofa.is/vidhorfsrannsoknir
- Markhópar áfangastaðarins https://www.islandsstofa.is/markhopar-afangastadarins
- Útflutningsmælaborð https://www.islandsstofa.is/utflutningsmaelabord-islandsstofu