Eldgos hafið á Reykjanesi
Í morgun hófst eldgos norð austur af Grindavík. Grindavíkurvegi hefur verið lokað.
Þó svo að eldgos séu stórkostlegt sjónarspil, þá eru þau hættulegur atburður í náttúrunni og nauðsynlegt að vegfarendur og gestir sýni ábyrgð, fari um svæðið með varkárni og fylgi fyrirmælum yfirvalda um lokanir og viðbragð.
Vegfarendur eru beðnir um að stöðva ekki bifreiðar sínar á Reykjanesbraut. Hægt er að sjá eldgosið frá Ásbrú og Patterson. Hægt er að fylgjast nánar með veglokunum á umferdin.is
Reykjanesskaginn tekst nú á við fimmta eldgosið á þremur árum. Almannavarnir og viðbragðsaðilar hafa virkjað sína öryggisferla og sérfræðingar Veðurstofunnar og háskólasamfélagsins meta aðstæður og uppfæra um stöðu mála reglulega.
Mikilvægt er að hafa í huga að:
- Eldgosið í dag er nálægt byggð Grindavík og innviðum.
- Öruggast er að horfa á gosið í vefmyndavélum t.d. á ruv.is og mbl.is á meðan verið er að meta aðstæður, en einnig má horfa á það frá útsýnisstöðum t.d. frá Reykjanesbæ eða Vogunum. Ekki er opið að gosstöðvunum og því ekki hægt að ganga að þeim.
- Reykjanesbraut er opin fyrir umferð en ekki er ráðlegt fyrir vegfarendur að leggja bílum á vegaxlir. Flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun.
Hlekkir á ítarefni og frekari upplýsingar:
- Veðurstofan: Veðurstofan fylgist vel með þróun mála og uppfærir reglulega vefinn hjá sér með upplýsingum um gosið.
- Utanríkisráðuneytið: Á vef Utanríkisráðuneytisins er að finna algengar spurningar sem gestir hafa verið að spyra að og svör við þeim.
- Vegagerðin: Mikilvægt er að fylgjast vel með lokunum og færð á vegum við þessar aðstæður, því þær geta breyst með litlum fyrirvara.
- Safetravel: Safetravel birtir upplýsingar um öryggi fyrir ferðamenn
- Rúv.is: Rúv flytur uppfærðar fréttir af eldgosinu og einnig á ensku
- Visit Reykjanes: Við birtum á þessari vefsíðu ítarlegri upplýsingar um aðsæður inn á svæðinu, hvar er opið og hvernig æskilegt sé að fara um svæðið.