Reykjanesbær
- kíktu í heimsókn
Reykjanesbær er ungt og kraftmikið samfélag í örum vexti þar sem fjölbreytileikinn fær að njóta sín. Það er staðsett á utanverðum Reykjanesskaganum og innan Reykjanes UNESCO GLOBAL GEOPARK sem er einstakt svæði á heimsvísu.
Hafið og gjöful fiskimið hafa mótað byggð og mannlíf í Reykjanesbæ og þar varð til gróskumikið samfélag sem varð miðja alþjóðlegra áhrifa með komu varnarstöðvar NATO á Keflavíkurflugvelli. Flugvöllurinn er í dag einn stærsti vinnustaður landsins og um hann fer fjöldi ferðamanna á hverju ári en segja má að Reykjanesið sé fyrsti og síðasti áfangastaður þeirra sem til landsins koma.
Sveitarfélagið er fjórða stærsta sveitarfélag landsins en þar búa í dag um 20 þúsund manns – og fer fjölgandi.
Kíktu í heimasíðuna Visit Reykjanesbær sem er ferða- og upplýsingavefur Reykjanesbæjar. Þar er einnig að finna viðburðardagatal með áhugaverðum og skemmtilegum viðburðum sem eru á dagskrá á næstunni.