Eldgos á Reykjanesi
Vinsælir áfangastaðir

Brúin milli heimsálfa
Byggð hefur verið brú á milli "plötuskilanna" upp af Sandvík á Reykjanesi þar gefst kostur á að upplifa það að ganga á milli heimsálfa (jarðfræðilega séð) Fólki að kostnaðarlausu.
Lesa meira

Stampar
Stampar
Tvær gossprungur liggja frá sjó inn í land á vestanverðu Reykjanesi og mynda gígaraðir.
Þessar gígaraðir hafa verið kenndar við Stampa. Gígaraðirnar eru frá tveimur tímaskeiðum og fylgja stefnunni SV-NA sem er algengasta sprungustefna á Reykjanesi. Sú eldri myndaðist í gosi á tæplega 4 kílómetra langri sprungu fyrir 1.800-2000 árum.
Lesa meira

Karlinn
Karlinn
Karlinn (Karl) er um 50-60 metra hár klettur eða forn gígtappi sem stendur tignarlegur í hafinu úti fyrir Valahnúk þar sem sjávaraldan hefur rofið klettinn um áranna rás. Karlinn er afar vinsæll meðal ferðamanna og ljósmyndara enda er hann mikilfenglegur og sérstaklega þegar aldan skellur á með miklum ofsa.
Lesa meira

Vitarnir á Garðskaga
Sjáðu hæsta vita á Íslandi við einstaka hvíta strönd og þar sem fuglaífið blómstrar. Gamli vitinn hefur líka góða sögu að segja.
Útsýnið yfir logandi Snæfelljökul er engu líkt í fallegu sólsetri.
Lesa meira

Hverasvæði
Seltún
Seltún í Krýsuvík er kröftugt hverasvæði um þar sem mikil litadýrð prýðir svæðið. Góðir pallastígar eru í Seltúni svo gestir geta hættulaust litið berum augum á búbbandi leir gíga og forvitnilega gufu gíga.
Lesa meira

Kleifarvatn
Kleifarvatn
Munnmæli herma a skrímsli hafi haldið sig við Kleifarvatn og sést þar endrum og eins. Á það að hafa verið ormskrímsli, svart að lit og á við meðal stórhveli að stærð.
Lesa meira

Reykjanesviti
Tignarlegur viti stendur á Suðvesturodda Reykjaness og hefur staðið á Bæjarfelli þar frá árinu 1908.
Lesa meira
Viðburðalisti
Fréttir
-
Námskeið í efnisgerð
Markaðsstofa Reykjaness í samstarfi við Digido býður uppá námskeið í efnisgerð fyrir vefi og leitarvélabestun.Viltu bæta færni þína í efnisgerð og ná betri árangri á netinu? Þetta námskeið er hannað fyrir þá sem vilja skapa markvisst og áhrifaríkt ef… -
Snjöll ferðaþjónusta – Ný tækifæri með stafrænum lausnum og gervigreind
Hvernig byggjum við snjallari ferðaþjónustu með stafrænni tækni? Hvað þurfa fyrirtæki að vita til að hefja stafræna vegferð, hver er ávinningurinn af að nýta sér stafræna tækni og gervigreind og hvað er eiginlega að gerast í þeirri þróun sem skiptir … -
Auknar líkur á nýju eldgosi á Reykjanesi
Upplýsingar um aðgengi og viðbragð. Uppfært 11. febrúar 2025 -
Kynningarfundur Íslandsstofu - Markaðssamtal ferðaþjónustunnar
Íslandsstofa stóp fyrir kynningarfundum í janúar með hagaðilum í ferðaþjónustu undir heitinu „Markaðssamtal ferðaþjónustunnar" þar sem farið var yfir stöðu markaðssetningar á áfangstaðnum Íslandi, helstu verkefni tengt ferðaþjónustunni og áherslur fyrir árið 2025.
Fylgdu okkur og
upplifðu Reykjanes
upplifðu Reykjanes
#visitreykjanes @visitreykjanes